Samráðsteymi um nýsköpun í heilbrigðistækni hefur störf
Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og samkvæmt Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga orðin eldri en 65 ára árið 2038.
Sveitarfélagið Fjallabyggð er komið mun lengra en landið í heild í þessari þróun, en þegar í dag er fimmtungur íbúa orðinn 67 ára og eldri. Því má segja því Fjallabyggð sé í senn bæði gluggi um 20 ár inn í framtíðina og kjörinn vettvangur fyrir þróun framtíðarlausna tengdum öldrunarþjónustu. Fulltrúar Fjallabyggðar hafa gert sér grein fyrir þessu í nokkurn tíma og ríða nú á vaðið til að koma til móts við það sem sumir kalla framtíðarþarfir þjóðfélagsins, en þau kalla áskoranir Fjallabyggðar í dag.
Samstarfsyfirlýsing Fjallabyggðar, HSN og VELTEK
Fjallabyggð hefur þegar haft frumkvæði nýjum nálgunum í heilbrigðis- og velferðarþjónustu samhliða nýsköpunar- og þróunarverkefnum í öldrunarþjónustu. Með formfestingu samstarfsvettvangsins gefst tækifæri til að halda utan um reynslu af verkefnum á sviðinu svo þau megi nýtast öðrum sveitarfélögum í landshlutanum og víðar.